-7.2 C
Selfoss

Árborg tekur upp rafrænt pósthólf

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur unnið að því undanfarin misseri að koma tilkynningum, reikningum og öðrum bréfasendingum til íbúa í stafrænt pósthólf hins opinbera eins og kveðið er á um í lögum um rafrænt pósthólf. Íbúar og fyrirtæki sem skipta við sveitarfélagið hafa nú aðgang að sínum skjölum á öruggan máta.
Pósthólfið er aðgengilegt á island.is.

Stafrænt pósthólf felur í sér tíma- og vinnusparnað auk jákvæðra umhverfisáhrifa.

Lykilvirkni og breytingar:

Bætt þjónusta felst í aðgengi sem er tiltækt allan sólarhringinn hvar sem viðkomandi er staddur.

Aukin skilvirkni næst með nýja pósthólfinu þar sem póstur berst um leið og hann verður til í kerfum sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið nýtir Strauminn, gagnaflutningsbraut hins opinbera, til að flytja gögn í pósthólf íbúa og fyrirtækja. Með því að nota stafrænt pósthólf sem birtingarmiðil og Strauminn sem flutningsleið er gagnaöryggi og persónuvernd eins og best verður á kosið.

Hvernig skal nálgast stafrænt pósthólf:

Íbúar og lögaðilar geta nálgast pósthólfið sitt með því að skrá sig inn á „Mínar síður“ á island.is  og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Vefur island.is er hannaður með notendur og gott aðgengi í huga og er ætlað að styðja notendur á einfaldan hátt.

Nýjar fréttir