Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla í knattspyrnu, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer í Búlgaríu dagana 17.-23. október næstkomandi.
Markús Andri Daníelsson Martin úr Hamri í Hveragerði hefur verið valinn í hópinn.
Hann tók nýlega þátt í úrtaksæfingum fyrir U15 landsliðið og var í kjölfarið valinn í lokahópinn.