-6.9 C
Selfoss

Jóhanna Ýr í leyfi frá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar

Vinsælast

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, hefur óskað eftir leyfi frá bæjarstjórn af persónulegum ástæðum frá 8. október 2024 til 11. júní 2025. Kemur þetta fram í nýrri fundargerð bæjarstjórnar. Jóhanna var í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum og hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar síðan. Andri Helgason er fyrsti varamaður inn af B-lista og Lóreley Sigurjónsdóttir annar. Þau gefa ekki kost á sér að taka sæti í bæjarstjórn og bæjarráði. Bæjarstjórn samþykkti á fundinum að Thelma Rún Runólfsdóttir verði bæjarfulltrúi í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Í bæjarráð muni setjast sem aðalmaður og varaformaður Halldór Benjamín Hreinsson og mun Thelma Rún Runólfsdóttir koma inn sem varamaður í bæjarráð í stað Halldórs.

 

Thelma Rún Runólfsdóttir.
Ljósmynd: Facebook/Framsókn í Hveragerði.
Halldór Benjamín Hreinsson.

Nýjar fréttir