8.4 C
Selfoss

Sólheimajökull hopar um 11 metra milli ára

Vinsælast

Fimmtudaginn 26. september fór 7. bekkur Hvolsskóla í árlega ferð að Sólheimajökli að mæla hop jökulsins. Farið var frá Hvolsskóla klukkan 8:30 að morgni og komið að Sólheimajökli klukkutíma seinna. Byrjað var að fá sér ávexti og síðan gengið að stóru skilti þar sem fyrsti GPS-punkturinn er og tekin hópmynd. Síðan var gengið að næsta GPS-punkti, sem var rétt hjá lóninu. Mættir voru tveir menn frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli með bát. Björgunarsveitarmennirnir sigldu með fjóra til fimm nemendur í einu að jökulsporðinum og tóku GPS punkt. Í ljós kom að vegalengd að jökli er 700 metrar en var 711 metrar í fyrra, sem þýðir að jökullinn hopaði um 11 metra. Þessar mælingar byrjuðu árið 2010 en þá voru 318 metrar að jöklinum. Hann hefur því minnkað um 382 metra frá upphafi mælinga. Í fyrra, árið 2023 ýttist jökullinn fram um 52 metra í fyrsta skipti.

Fréttin er unnin af nemendum 7. bekkjar Hvolsskóla.

Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir