7.3 C
Selfoss

Mikil gróska í félagsstarfi Suðurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4×4

Vinsælast

Núna í september var haldinn fjölmennur félagsfundur í Þorlákshöfn þegar fyrirtækið Ísfell var heimsótt. Á því kvöldi var farið yfir það hvernig heppilegast er að bera sig að við að losa og draga fasta bíla við mismunandi aðstæður til að reyna að koma í veg fyrir tjón á bílum og slys á fólki. Ísfell bauð upp á kennslu í að splæsa spotta og fékk fólk að spreyta sig undir handleiðslu öflugra netagerðarmanna.

Ljósmynd: Aðsend.
Fólk fékk að spreyta sig undir handleiðslu öflugra netagerðarmanna að splæsa spotta. Ljósmynd: Aðsend.

Helgina 6.-8. september var farið í árlega stikuferð klúbbsins með umhverfisnefndinni. Í stikuferðum eru fallnar stikur reistar við og nýjar settar í stað þeirra sem horfnar eru eða brotnar. Tilgangurinn með stikuninni er meðal annars að sporna við utanvegaakstri. Í þessum ferðum er einnig verið að laga villuslóða og með því er unnið að náttúruvernd. Settar voru niður 350 stikur í þessari ferð frá Kerlingafjöllum að Setrinu, skála F4x4 sem staðsettur er sunnan við Hofsjökul.

Í stikuferðum eru fallnar stikur reistar við og nýjar settar í stað þeirra sem horfnar eru eða brotnar. Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir