-4.1 C
Selfoss

Náttúran vel nýtt í Laugalandsskóla

Vinsælast

Í vetur hefur nemendum á miðstigi í Laugalandsskóla verið boðið upp á útikennslu. Þar hefur verið lögð áhersla á að læra um skóginn sem er umhverfis skólann. Unnin hafa verið verkefni upp úr ferskum skógarnytjum – meðal annars með því að vinna tálguverkefni úti í náttúrunni auk þess sem nemendur fá fræðslu í skógarhirðu, plöntun, tröppu- og göngustígagerð. Markmiðið er að nýta skóginn sem allra best í skólastarfinu og kenna krökkunum að hlúa að honum og grisja svo honum líði sem best.

Skólinn leitar til nærsamfélagsins með aðstoð við söfnun á verkfærum eða öðru sem hægt er að nýta í tímunum. Það sem vantar meðal annars er:

Stunguskóflur

Malarskóflur

Kantskerar

Sköfur

Hrífur

Járnkarl

Sleggja

Hjólbörur

Trjáklippur

Sverðsög og keðjusög

Ef einhverjir sitja á ónotuðum verkfærum sem safna ryki og taka pláss þá væri skólinn glaður að gefa þeim nýtt líf.

„Eins væri gaman ef einhverjir liggja á efniviði eins og trjádrumbum eða öðru sem gæti nýst í að útbúa sæti, skjól eða hús, þá erum við með stór og mikil markmið um að búa okkur til aðstöðu sem getur nýst okkur sem fjölbreytt og skemmtilegt útikennslusvæði,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

5. bekkur í Laugalandsskóla.
Ljósmynd: Laugalandsskóli.
Ljósmynd: Laugalandsskóli.

Nýjar fréttir