Tónlistarmaðurinn og Þorlákshafnarbúinn Tómas Jónsson stendur fyrir hausttónleikaröð sem fer fram í september og október í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.
Ragga Gísla er fyrsti gestur Tómasar á tónleikum sem fara fram kl. 17 sunnudaginn 22. september og er tónleikagestum boðið upp á kaffisopa og ástarpunga til þess að búa til ekta notalega sunnudagsstemningu.
Tómas Jónsson er hljómborðsleikari sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin 15 ár. Hann hefur spilað með flestu af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar ásamt því að semja og gefa út eigið efni. Þau sem koma fram í tónleikaröðinni ásamt Röggu Gísla, eru Valdimar Guðmundsson, GDRN og hljómsveitin AdHd. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Tix.
Hlekkir fyrir nánari upplýsingar má finna hér: tix og fb síða tómasar