-6.6 C
Selfoss

Víbekka Sól með málverkasýningu í Skyrgerðinni

Vinsælast

Víbekka Sól hefur opnað málverkasýningu í Skyrgerðinni í Hveragerði sem verður opin í heilan mánuð.

Víbekka er 22 ára og hefur alltaf haft mikinn áhuga á myndlist. Hún stundaði nám m.a. hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hefur einnig brennandi áhuga á leiklist og var að ljúka námi í kvikmyndatækni hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrland. Málverkasýningin er hennar fimmta sýning. Hún málar með Acryl á striga, spegla og tekur stundum gömul málverk sem eru ónýt og málar yfir og tengir stundum myndina við þá mynd sem var á bakvið.

Opið hús verður í Skyrgerðinni sunnudaginn 15. september. „Það er frábært framtak þeirra í Skyrgerðinni að leyfa óþekktum listamönnum að sýna verk sín og þar sem ég er sjálf Sunnlendingur þá þykir mér vænt um það að hún fái tækifæri að tengja sig Suðurlandi,“ segir móðir Víbekku.

Hægt er að fylgjast með henni á Instagram reikningnum artvibekku.

Málverk eftir Víbekku.
Málverk eftir Víbekku.

Nýjar fréttir