Á dögunum var skrifað undir samning um áframhaldandi stuðning Landsbankans við handknattleiksdeild Umf. Selfoss. Með samstarfinu vill bankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við forvarnar-, æskulýðs- og íþróttamál.
Landsbankinn hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum handknattleiksdeildarinnar um langt skeið, en fyrsti samstarfssamningurinn var undirritaður árið 2005 og eru því um miðbik núverandi samnings liðin 20 ár frá því að þetta farsæla samstarf hófst. „Handknattleiksfólk á Selfossi hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs við bankann,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum. Sem fyrr byggir starf deildarinnar á góðum stuðningi samstarfsaðila félagsins og því er mikill akkur í samstarfi við öflugt fyrirtæki á borð við Landsbankann.