10.6 C
Selfoss

Stöðvuðu verðhækkanir á vinnuvélum á Íslandi

Vinsælast

Suður England er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og umsýslu tækja og véla. Þeir hafa aflað sér góðrar reynslu og þekkingar, ásamt samböndum víða í Evrópu og Skandinavíu, og eru vel þekktir á þessum markaði.

Þeir opnuðu útibú á Selfossi 1. júní sl. sem bætti þjónustu þeirra við viðskiptavini enn frekar.

Frá Bretlandi til Íslands

Í samtali við Davíð Inga Guðjónsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, segir hann að fyrirtækið hafi upphaflega byrjað í Bretlandi þegar Haukur Sveinsson, æskuvinur hans og gamall bílasali, flutti þangað. „Það voru alltaf einhverjir karlar, gamlir vinir hans frá Akureyri, að biðja hann um að skoða einhverjar vélar.“ Í kjölfarið stofnaði hann fyrirtækið ásamt Hafþóri Haukssyni. Davíð byrjaði að starfa hjá þeim úti árið 2016 en kom heim árið 2020 og fór að vinna hjá öðru fyrirtæki. „Svo voru þeir að bjóða mér að koma yfir til sín aftur og það endaði þannig að ég keypti mig í fyrirtækið hérna heima.“

Mikil reynsla og þekking í fyrirtækinu

Davíð segir að þeir hjá Suður Englandi hafi stöðvað verðhækkun á vinnuvélum á Íslandi með starfsemi sinni. „Við erum búnir að vera í þessu í 10 ár. Flytjum inn milli 100 og 200 vélar á ári við mjög góðan orðstír.“ Hann segir að það sem þeir hafi fram yfir önnur samskonar fyrirtæki sé reynsla þeirra og þekking. „Við byrjuðum bara í Bretlandi þar sem við keyrðum út um allt að skoða vélar og hittum alls konar karla. Við erum búnir að brenna okkur á sumum. Við teljum okkur þekkja hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki.“ Ef eitthvað kemur upp á er líklegt að þeir geti leyst vandamálið og séu fljótir að bregðast við. Þeir bjóða einnig upp á auka skráningarþjónustu fyrir þá sem vilja. Þá getur fólk fengið vélina tilbúna á númerum en það hefur ekki verið í boði hingað til.

Hver sem er getur nýtt sér þjónustuna þeirra, hvort sem vöntun er á vinnuvél, fjórhjóli eða mótor. Best er að hafa samband við Davíð í síma 787-1199 eða senda tölvupóst á sudurengland@sudurengland.is. Þeir eru einnig á Facebook og opnuðu nýlega heimasíðuna sudurengland.is þar sem þeir eru að byggja upp sölutorg.

Að lokum vill Davíð þakka kærlega fyrir frábærar móttökur í opnunarpartýinu. „Það var ótrúlega vel mætt og skemmtilegt að sjá bændur, af því öll okkar samskipti fara fram í gegnum tölvupóst eða síma. Það var virkilega gaman að sjá hve margir mættu.“

Opnunarhátíð fyrirtækisins þann 1. júní sl. Ljósmynd: Suður England.
Fyrirtækið er staðsett í Gagnheiði 25 á Selfossi.
Ljósmynd: Suður England.

Nýjar fréttir