-7.2 C
Selfoss

Lögregla lokaði leyfislausum gististað við suðurströndina

Vinsælast

Í gærmorgun lokaði lögreglan á Suðurlandi gististað við stuðurströndina en þar fór fram sala á gistingu á nýjum gististað án þess að til staðar væru þau leyfi sem tilskilin eru eða að sótt hafi verið um þau. Tveimur næturgestum sem ekki höfðu yfirgefið staðinn þegar lögregla kom þar var vísað út. Rekstraraðili hittist ekki fyrir á staðnum heldur var hringt í hann í uppgefið númer á auglýsingatöflu hússins og hann upplýstur um lokunina.

Rekstraraðilinn hringdi skömmu síðar og kvaðst ætla að tilkynna gistinguna sem heimagistingu og flytja lögheimili sitt á staðinn til að geta haldið rekstrinum áfram. Þrettánda grein reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 tekur skýrt á þessu en þar segir m.a.: „Ef leigð eru út fleiri en fimm herbergi eða rými fyrir fleiri en 10 einstaklinga í heimagistingu telst um gististað í flokki II að ræða þrátt fyrir að önnur skilyrði um heimagistingu séu uppfyllt“. Umræddur gististaður er með mun fleiri rými en þarna eru tilgreind og því ekki um það að ræða að fella reksturinn undir heimagistingu.

Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi.

Nýjar fréttir