Selfyssingar tryggðu sér efsta sætið í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina og munu leika í Lengjudeildinni að ári.
Gonzalo Zamorano kom Selfossi yfir á 33. mínútu og tvöfaldaði svo forskotið með flottu aukaspyrnumarki á 37. mínútu. Hann innsiglaði svo þrennuna í seinni hálfleik áður en Brynjar Bergsson lagði upp sjálfsmark. Sesar Örn Harðarson tryggði Selfyssingum svo sigurinn með fimmta markinu. Lokaniðurstaðan var 5-0.
Tvær umferðir eru eftir af deildinni og lið Selfoss er öruggt á toppnum með 47 stig.