-6.8 C
Selfoss

Selfoss sigurvegarar Ragnarsmótsins

Vinsælast

Ragnarsmót kvenna í handbolta fór fram í Set-höllinni dagana 27.-31. ágúst. Fjögur lið tóku þátt á mótinu; FH, ÍBV, Selfoss og Víkingur. Mættust öll liðin einu sinni. Að loknum síðasta leik voru meistarar krýndir og einstaklingsviðurkenningum útdeilt. Selfyssingar hrepptu fyrsta sætið. Í öðru sæti voru ÍBV, í því þriðja FH og Víkingur þurfti að sætta sig við fjórða sætið.

Viðurkenningum mótsins var deilt niður milli ÍBV og Selfoss:

Besti markmaður: Marta Wawrzynkowska – ÍBV

Markahæst með 28 mörk: Perla Ruth Albertsdóttir – Selfoss

Besti varnarmaðurinn: Sunna Jónsdóttir – ÍBV

Besti sóknarmaðurinn: Harpa Valey Gylfadóttir – Selfoss

Leikmaður mótsins: Perla Ruth Albertsdóttir – Selfoss

Harpa Valey Gylfadóttir og Perla Ruth Albertsdóttir fengu viðurkenningar fyrir frammistöðu sína.
Ljósmynd: Handknattleiksdeild Selfoss.

Nýjar fréttir