11.1 C
Selfoss

Lionsklúbburinn Embla fagnaði 35 árum á Alicante

Vinsælast

Lionsklúbburinn Embla hefur nú starfað í 35 ár og hefur haft að aðalmarkmiði að styðja við stofnanir í heimabyggð. Í vor færði klúbburinn dvalarheimilunum Fossheimum og Ljósheimum á Selfossi tvær fullkomnar lyfjadælur, sem nýtast mjög vel við ummönnun á mikið veiku fólki og létta störf starfsfólks. Einnig gaf hann rausnarlega peningagjöf til kaupa á tómstundavörum frá Spilavinum. Forstöðukona heimilanna, Unnur Ósk Eyjólfsdóttir, tók við gjöfunum og þakkaði fyrir.

Í vor hélt Lionsklúbburinn Embla upp á 35 ára afmælið með vel heppnaðri ferð til Alicante á Spáni og var dvalið þar í rúma viku þar sem slappað var af og skemmt hvorri annarri.

Lionsklúbburinn á Alicante.
Ljósmynd: Lionsklúbburinn Embla.

Fljótlega hefst svo nýtt starfsár með nýjum fyrirheitum, vonandi verður það gjöfult fyrir klúbbinn og samfélagið.

Lionsklúbburinn Embla

Nýjar fréttir