-6.6 C
Selfoss

Ungmennafélagi Selfoss færð góð gjöf

Vinsælast

Ungmennafélagi Selfoss var færð merkileg gjöf á dögunum. Afkomendur Sigfúsar Sigurðssonar Ólympíufara færðu félaginu verðlaunasafn hans.

Sig­fús keppti fyr­ir Íslands hönd á Ólymp­íu­leik­un­um í London 1948. Þar keppti hann í kúluvarpi þar sem hann komst í úr­slit og lenti í 12. sæti. Sig­fús varpaði kúl­unni 13,66 metra í úr­slita­keppn­inni en 14,49 í undan­keppn­inni. Hann var einn af frumkvöðlum íþróttauppbyggingar á Selfossi og formaður Ungmennafélags Selfoss um árabil og var seinna gerður að heiðursfélaga þess.

Athöfnin fór fram í Tíbrá á Selfossi og voru þar mætt börn Sigfúsar ásamt heiðursfélögum og formanni Ungmennafélags Selfoss. Ræðuhöld fóru fram þar sem meðal annars var farið yfir sögu Sigfúsar í íþróttum og var svo boðið upp á rjómatertu að athöfn lokinni.

Nýjar fréttir