-6.6 C
Selfoss

Veiðidagur í Soginu

Vinsælast

í samstarfi við Starir ehf.

Hefur þig dreymt um að kasta fyrir lax í einstakri náttúrufegurð?

Sunnudag 18. ágúst bjóða Alviðra og veiðifélagið Starir ehf gestum að kynna sér lax- og silungsveiði í Soginu, standa á árbakkanum og kast agni fyrir fisk.

Sogið er einstakt fljót sem fellur úr Þingvallavatni um 19 km leið þar til það sameinast Hvítá og saman mynda þessi tvö ólíku vatnsföll Ölfusá, vatnsmestu á landsins. Sogið er vatnsmesta lindá landsins. Fljótið hefur löngum verið vin stangveiðimanna vegna náttúrufegurðar og rómaðrar lax- og silungsveiði.

Mæting á hlaðinu í Alviðru sunnudaginn 18. ágúst kl. 14:00 þar sem veiðidagurinn verður undirbúinn. Þá verður farið niður að bökkum Sogsins til að njóta náttúrunnar og fara yfir nokkur undirstöðuatriði í stangveiði með aðstoð starfsmanna Starir ehf. Að lokum er gestum boðið í kakó og kleinur í Alviðrubænum. Reiknað er með að dagskrá ljúki kl. 17:00.

Við mælum með að koma með vöðlur eða góð stígvel, og að sjálfsögðu að búa sig almennt vel til útiveru.

Í sumar stendur Alviðra fræðslusetur Landverndar fyrir öðrum skemmtilegum og fræðandi viðburðum. Dagskrá sumarsins hér: https://landvernd.is/sumardagskra-alvidru-2024/

Nýjar fréttir