-4.1 C
Selfoss

„Núna ætla ég að halda mér frá laug­inni í smá stund og fá að hlakka til að synda næst“

Vinsælast

Á öðrum degi Ólympíuleikanna í París, sunnudaginn 28. júlí, keppti Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 200 m skriðsundi. Hún var annar keppandi Íslands á leikunum.

Keppnin hjá Snæfríði Sól hófst klukkan rúmlega 10:00 að íslenskum tíma og tryggði hún sér sæti í undanúrslitum með tímanum 1:58,32. Undanúrslitin fóru fram um kvöldið og voru átta sæti í úrslitunum í boði fyrir þær sem syntu hraðast.

Þrátt fyrir góðan árangur náði Snæfríður ekki inn í úrslitin að þessu sinni, en hún synti á tímanum 1:58,78 og endaði í fimmtánda sæti. Með þessum árangri má þó fullyrða að hún sé fimmtánda besta sundkonan í 200 m skriðsundi á Ólympíuleikunum.

Í gærmorgun tók hún svo þátt í 100 m skriðsundi og hafnaði í 19. sæti. „Þetta var ágætt morgunsund og alveg við mitt besta. Það hefði verið gaman að setja Íslandsmet en það kemur bara næst,“ sagði Snæfríður Sól í samtali við mbl.is, en hún hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum.

Snæfríður bætti við að framundan tæki við ferðalag til Danmerkur. „Það er ekki oft sem ég er hvorki að synda né í skóla og ég þarf að kom­ast að því hvað ég vil gera þá. Núna ætla ég að halda mér frá laug­inni í smá stund og fá að hlakka til að synda næst,“

Nýjar fréttir