-5.5 C
Selfoss

Auðverk með lægsta boð í Hrauntungu og Tröllahraun

Vinsælast

Tilboð í verkið „Hrauntunga – Tröllahraun“ voru opnuð þriðjudaginn 16. júlí 2024, kl. 11:00, á skrifstofu Hveragerðisbæjar. Verkið felur í sér gerð nýrra gatna í Hrauntungu og Tröllatungu í Hveragerði, með möguleika á verulegri stækkun verksins.

Framkvæmdin er undir umsjón byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar, sem einnig er verkkaupi verksins. Kostnaðarverð hönnuðar er 338.222.370 krónur og er stefnt að verklokum 1. júní 2025.

Alls bárust sjö tilboð og eru þau sem hér segir:

  • Stéttarfélagið ehf: 371.618.400 kr. (109,9% af kostnaðarverði hönnuðar)
  • Borgarverk ehf: 319.473.400 kr. (94,5% af kostnaðarverði hönnuðar)
  • Smávélar ehf: 305.317.750 kr. (90,3% af kostnaðarverði hönnuðar)
  • Stórverk ehf: 283.927.650 kr. (83,9% af kostnaðarverði hönnuðar)
  • JJ Pípulagnir ehf og Jarðtækni ehf: 283.140.031 kr. (83,7% af kostnaðarverði hönnuðar)
  • Gröfutækni ehf: 278.521.950 kr. (82,3% af kostnaðarverði hönnuðar)
  • Auðverk ehf: 242.924.371 kr. (71,8% af kostnaðarverði hönnuðar)

Nýjar fréttir