-8.1 C
Selfoss

Líklega fyrsta vatnshelda tónlistarhátíðin

Vinsælast

Tónlistarhátíðinni Kótelettunni lauk undir sunnudagsmorgun þegar ein skærasta poppstjarna landsins Patr!k „PBT“ Atlason, sló botninn í hátíðina. Það rigndi nánast stanslaust á hátíðargesti í alla nótt sem létu það enn aftur ekkert á sig fá. Uppselt var á hátíðina alla helgina og mikill ágangur frá fólki sem ekki hafði tryggt sér miða til að komast á hátíðina. Á baksviðs var því fleygt að líklega væri Kótelettan því orðin fyrsta vatnshelda tónlistarhátíðin á Íslandi því rigning truflaði hvorki gesti, listafólkið eða skipulagið.

Einvalalið tónlistarfólks fór á kostum

Poppdrottningin Birgitta Haukdal fór gjörsamlega á kostum með hljómsveitinni sinni Írafár en þau stigu á svið um miðnætti. Þá ætlaði gjörsamlega allt um koll að keyra þegar hin íkoníski Love Guru steig á svið með eldspúandi dönsurum og söng „1, 2 Selfoss” sjálfskipaðan þjóðsöng hátíðarinnar. Söngkonan Klara Einars opnaði kvöldið og eftir henni komu Nussum. En kvöldið var allt saman risatónlistarveisla þar sem Emmsjé Gauti, FM95Blö, Hubba Bubba, 12:00 sem var leyniatriði kvöldsins og vöktu mikla gleði, Stuðlabandið ásamt Diljá og svo rappstjarnan Daniil. Svo lokaði Patr!k dagskránni eins og áður kom fram en söngkonan Gugusar kom fram með honum í einu lagi.

Grillað fyrir góðan málstað

Grillhátíðin og fjölskyldudagskráin í Sigtúnsgarðinum yfir miðjan daginn á laugardaginn tókst líka afskaplega vel. Grillað var til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en hátíðin er einn stærsti stuðningsaðili félagsins á Íslandi.

Nýjar fréttir