-6.5 C
Selfoss

Uppselt á The Rift í ár

Vinsælast

Helgina 19. og 20. júlí verður fjallahjólakeppnin The Rift haldin á Hvolsvelli og nágrenni. Keppnin var fyrst haldin 2019 og hefur farið vaxandi síðan. Uppselt er á keppnina í ár og nýtur hún mikilla vinsælda hjá bæði innlendu og erlendu hjólafólki. Í ár er fjöldi keppenda 1200 manns og fylgir því bæði aðstoðarfólk og stuðningsfólk. Það verður því nóg um að vera á Hvolsvelli þessa helgina.

The Rift hefst með upphitun á föstudeginum þar sem hjólað verður 45 km inn á fjallabaksleið syðri. Annars eru hjólaðar tvær vegalengdir, annars vegar 100 km leið og hins vegar 200 km leið sem liggur kringum Heklu.

Keppnin sjálf hefst svo kl. 7:00 á laugardeginum 20. júlí og verður upphaf og endir keppninnar við veitingahúsið Valhalla. Von er á fyrstu keppendum í mark upp úr hádegi og hvetjum við alla til að koma og skapa stemningu við marklínuna. Hægt verður að kaupa sér mat, drykk og njóta stemningarinnar með keppendum á Valhalla eftir keppni.

Við viljum einnig benda á að lokanir verða á svæðinu í kringum rásmarkið og hefjast þær upp úr hádegi á föstudeginum 19. júlí eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan.

Rangárþing eystra

Nýjar fréttir