-7.3 C
Selfoss

Hittið Jónínu í Húsinu og á Eyri

Vinsælast

Jónína Óskarsdóttir höfundur bókarinnar Konurnar á Eyrarbakka verður með viðveru á samnefndri sýningu í Húsinu á Eyrarbakka næstu þrjá sunnudaga í júlí. Einnig verður hún stödd í húsinu Eyri þessa daga. Jónína verður kl. 12-14 á Eyri og á sýningunni í Húsinu kl. 15-17.

Sýningin Konurnar á Eyrarbakka byggir á samnefndri bók eftir Jónínu Óskarsdóttur, bókavörð og menningarmiðlara, og fjallar líkt og bókin um hversdagslíf og afrek kvenna á Eyrarbakka. Aðalpersónur eru 38 konur sem allar lifðu eða mundu tíma þegar nýtni og þrautseigja, en ekki síst nágrannakærleikur, var mikilvægur þáttur í lífi allra.

Eyri er bárujárnsklætt timburhús byggt 1907 og er í þyrpingu smárra húsa á Austurbakkanum á Eyrarbakka. Það er mjög upprunalegt að ytri og innri gerð. Húsið er einstakt á landsvísu og er nú í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Óskar Guðfinnsson, faðir Jónínu, ólst þar upp og það var í eigu fjölskyldu hennar til ársins 2021.

Hittið Jónínu sunnudagana 14., 21. og 28. júlí! Allir velkomnir.

Nýjar fréttir