Hinn ellefu ára gamli, Andri Már Óskarsson frá Selfossi setti Íslandsmet í hálfmaraþoni í flokki 12 ára í Akureyrarhlaupinu þann 4. júlí síðastliðinn. Andri hljóp kílómetrana 21,1 á tímanum 1:42,22 klst en það er besti árgangur frá upphafi í flokki tólf ára en fyrra metið var frá árinu 1984 og um var að ræða bætingu um 8 mínútur og 41 sekúndu. Tíminn er einnig HSK-met í flokkum 11, 12, 13 og 14 ára pilta en fyrri metin átti Ragnar Heiðar Karlsson frá árinu 1989 sem var 2:15,14 klst sem þýðir bæting um tæplega 33 mínútur.
Tveimur dögum fyrir Akureyrarhlaupið varð Andri einnig Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi í flokki 14 ára og yngri þegar Ármannshlaupið fór fram í Reykjavík. Þar hljóp hann á tímanum 43,57 mínútum.