-6.1 C
Selfoss

Bryndís Embla með silfur og Íslandsmet á MÍ

Vinsælast

Meistaramót Íslands var haldið á Akureyri helgina 29.-30. júní sl. Þrír keppendur frá frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í mótinu og stóðu sig allir mjög vel. Hæst bar árangur Bryndísar Emblu Einarsdóttur sem þrátt fyrir ungan aldur krækti sér í silfurverðlaun í spjótkasti með stórbætingu. Hún kastaði spjótinu 44,61 m og bætti sinn besta árangur um 2,58 m. Með þessu kasti bætti Bryndís Embla 26 ára gamalt Íslandsmet Sigrúnar Fjeldsted (600 gr. spjót) um 41 cm í flokki 15 ára. Árangurinn er einnig Selfoss-met í fullorðinsflokki og HSK-met í flokkum 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Bryndís Embla sem er á 15. ári er í 10. sæti á Evrópulista og 30. sæti á heimslistanum í flokki 17 ára og yngri með 600gr. spjóti og segir það allt sem segja þarf um hversu gríðarlega efnileg hún er. Hugrún Birna Hjaltadóttir keppti í langstökki þar sem hún stökk 5,10 m og náði 6. sæti og í þrístökki stökk hún 10,31 m og náði 5. sæti. Hildur Helga Einarsdóttir náði ársbesta árangri sínum í kúluvarpi þegar hún kastaði 11,12 m og náði 5. sæti.

UMFS

Nýjar fréttir