-5 C
Selfoss

Telma Þöll er íþróttamaður ársins í Hrunamannahreppi

Vinsælast

Íþróttamaður ársins 2023 í Hrunamannahreppi er Telma Þöll Þorbjörnsdóttir  en viðurkenningar vegna afreka Hrunamanna á sviði íþrótta voru afhentar á Flúðum á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Telma Þöll sem keppir í golfi vann gullverðlaun í sínum flokki í golfi á Heimsleikum Special Olympics sem fóru fram í Berlín í júní 2023 og þar var hún einnig stigahæst af öllum kvenkyns keppendum á level 1. Hún var valin íþróttakona Suðra 2022-2023 og fékk viðurkenningu fyrir góða ástundun og framkomu í sinni íþrótt. Hún hefur æft golf af miklu kappi og sýnt miklar framfarir og uppsker núna heldur betur eins og sáð hefur verið til á undanförnum árum. Telma er fyrsti Hrunamaðurinn sem tekur þátt í Ólympíuleikum og er samfélagið allt afar stolt af hennar góða árangri.

Aðrir sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu 2023 voru Eyþór Orri Árnason, Anna Katrín Víðisdóttir og Valdís Una Guðmannsdóttir sem öll spila körfuknattleik með eftirtektarverðum árangri.

Nýjar fréttir