Samhliða forsetakosningum þann 1. júní sl. kusu íbúar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um það hvort skipta ætti um nafn á sveitarfélaginu. Á kjörskrá í sveitarfélaginu voru 462 og kusu alls 339 manns, alls 73.37%.
Auðir og ógildir seðlar voru 9, þau sem vildu skipta um nafn voru 131 og þau sem ekki vildu skipta um nafn voru 199 og því ljóst að Skeiða- og Gnúpverjahreppur heldur sínu nafni.