12.8 C
Selfoss

Sigga á Grund fyrsti heiðursborgari Flóahrepps

Vinsælast

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, var í síðustu viku útnefnd fyrsti heiðursborgari Flóahrepps.

Sigga varð áttræð þann 30.maí sl og hélt upp á áfangann með veislu í Vatnsholti, þar sem fulltrúar sveitarfélagsins komu henni á óvart með því að tilkynna um útnefningu heiðursborgarans.

Þekktust er Sigga fyrir að skera út í tré, en hún er landsþekkt listakona. Hún hefur meðal annars skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins og síðasta vetur skar hún út eftirgerð af fundarhamri Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, Ásmundarnautar, sem upphaflega var gefinn Sameinuðu þjóðunum árið 1952, en hafði brotnað,  og verður hamar Siggu framvegis notaður til að stýra fundum ráðherranefndarinnar.

Nýjar fréttir