Tinmaður HSU 2024 fór fram laugardaginn 25. maí sl. Um er að ræða þríþaut þar sem byrjað er á að synda 1.000 metra í Sundlauginni í Laugarskarði í Hveragerði, þá tók við 20 km á hjóli þar sem keppendur hjóluðu frá Hveragerði eftir sveitaTinmaveginum að hringtorginu við Selfoss og til baka og luku svo keppni á 5 km hlaupi í fallegu umhverfi fyrir ofan Hveragerði.
Átta keppendur mættu til leiks í einstaklingskeppni og tóku fullan Tinmann með glæsilegum árangri. Þá hóf eitt lið keppni en gæsin í því liði var sótt af stórum vinkvennahópi eftir tæpa 500 metra þannig að liðið náði ekki að ljúka keppni. Sigurvegari Tinmanns HSU 2024 í karlaflokki er Helgi Hafsteinn Helgason og í kvennaflokki Sigrún Birna Hafsteinsdóttir.
Færir starfsfólk HSU þeim Helga og Sigrúnu hjartanlegar hamingjuóskir með árangurinn sem og Hveragerðisbæ og starfsfólki Laugarskarðs kærar þakkir fyrir afnotin af sundlauginni og veitta aðstoð.