-5.5 C
Selfoss

Frábær árangur á Íslandsmeistaramóti NOGI BJJ

Vinsælast

Þann 25. maí sl. voru um 220 keppendur sem tóku þátt í fyrsta Íslandsmeistaramóti NOGI BJJ, þar sem ekki er keppt í galla.

Berserkir BJJ fóru heim með 2 Íslandsmeistara, 1 silfur og 2 brons.

Davíð Óskar varð íslandsmeistari í fjölmennum flokki -91 kg.  Sigraði fyrstu glímu á kimura lás, og vann svo næstu 2 glímur á stigum og fær ekki skorað stig á sig.

Egill Blöndal vann báðar sínar glímur á köstum, vann þar með á stigum og endaði með gullið í +100kg .

Gísli Þórisson var yfir á stigum í fyrstu glímunni sinni en tapaði eftir fótlás, vann svo bronsglímuna örugglega í -70kg með uppgjafartaki.

Úrslit voru:

Davíð Óskar 1.sæti -91kg hvítt belti
Gísli Þórisson 3.sæti -70kg hvítt belti
Þröstur Valsson 3.sæti +100kg hvítt belti
Jamison Johnson 5.sæti -83kg blá og fjólublá belti
Kristófer Ek 2.sæti 75kg+ hvítt belti
Egill Blöndal 1. Sæti +100kg blá og fjólublá belti

Berserkir BJJ

Nýjar fréttir