Við bjóðum ykkur velkomin á kynningarfund í Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 18:00. Fundurinn er fyrir verðandi fermingarbörn í Árborgarprestakalli, undir það heyra kirkjurnar í Árborg og Flóahreppi. Á fundinum verður farið yfir skipulag fermingarfræðslunnar og ýmislegt annað fyrir næsta vetur. Verið velkomin til fundarins og að kynna ykkur starfið. Við viljum einnig benda á að inn á selfosskirkja.is undir fermingarstörfin er að finna upplýsingar um væntanlega fermingardaga og þar er hlekkur til að skrá barn í fræðsluna. Við hlökkum mikið til þess að kynnast nýjum hópi fermingarbarna og eiga samfélag með ykkur öllum næsta vetur.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við okkur prestana í tölvupósti eða síma, upplýsingar um það má finna inn á selfosskirkja.is
Kær kveðja,
Guðbjörg, Gunnar og Ása Björk