9.5 C
Selfoss

Tugþraut karla og sjöþraut kvenna í fyrsta sinn á Vormóti HSK

Vinsælast

Vormót HSK er orðinn fastur liður og markar yfirleitt upphaf frjálsíþróttasumarsins á Íslandi. Mótið er skráð sem Global calendar mót en það merkir að þau afrek sem unnin eru á mótinu gilda sem lágmörk inn á Heims- og Evrópumeistaramót. Það má því búast við öllu fremsta frjálsíþróttafólki landsins á Selfossvöll 22.-23. maí til að reyna við lágmörkin.

Á vormótinu verður nú í fyrsta sinn keppt í tugþraut karla og sjöþraut kvenna auk annara hefðbundinna greina og er mótið af þeim sökum tveggja daga mót þetta árið. Hið sögufræga Jónshlaup muni fara fram á Vormótinu annað árið í röð en Jónshlaupið er 5000m hlaup í flokki karla og heitir eftir Jóni H. Sigurðssyni hlaupara frá Úthlíð. Hlaupið hefur verið haldið á hverju ári frá 1985. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að prófa að keppa í 5000m hlaupi á braut til þess að láta á það reyna við þetta tækifæri.

Verslunin Fætur toga er aðalstyrktaraðili mótsins og hefur heitið því að ef einhver keppandi setur Íslandsmet í fullorðinsflokki á mótinu muni sá hinn sami fá 100.000 kr gjafabréf í versluninni. Við vonum svo sannarlega að einhverjum takist að slá Íslandsmet og láti Fætur toga standa við stóru orðin.

Mótið fer fram 22.-23. maí næstkomandi og hefst keppnin kl 17:00.

Nýjar fréttir