12.8 C
Selfoss

Einfalt og fljótlegt skinku&beikon pasta

Vinsælast

Margrét Helga Skúladóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég vil þakka vinkonu minni Rakel Guðmundsdóttur fyrir þessa frábæru áskorun. Ég var ekki lengi að ákveða góða uppskrift en þessi frábæri pastaréttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Hann er einfaldur, fljótlegur, sjúklega góður og ennþá betri daginn eftir, ef það er þá einhver afgangur. Ég geri oftast mjög ríflegan skammt sem dugar fyrir a.m.k. 5 manns og rúmlega það.

Skinku&Beikon pasta

Tortellini pasta með kjöti 500-700g
1 skinkupakki
Forsteiktir beikonbitar
1 rauð/gul paprika
1 pakki af sveppum
Hálfur rauðlaukur
Villisveppaostur
500ml matreiðslurjómi

Pastað er látið sjóða í ca 12-15 mín.
Paprikan, skinkan og rauðlaukurinn er skorið niður í litla bita.
Osturinn er skorinn niður og hent í pott ásamt rjómanum.
Hitað er á vægum hita (á ekki að sjóða) og hrært vel inn á milli þar til osturinn hefur bráðnað.
Sveppirnir eru skornir niður og smjörsteiktir á pönnu, beikonbitunum er síðan blandað saman við.
Þegar pastað er tilbúið sigtið þá allt vatn frá og setið pastað í stóra skál, að lokum er öllu blandað saman og hrært vel við sósuna.

Þetta er síðan toppað með hvítlauksbrauði eða volgum brauðbollum með smjöri.

Verði ykkur að góðu.

Ég skora á Guðrúnu Margréti Jökulsdóttur, vinkonu og samstarfskonu mína, að koma með einhverja dúndur uppskrift. Gunna Magga er algjör snillingur í að töfra fram allskonar gúmmelaði og finnst mér tilvalið að hún deili því með okkur.

Nýjar fréttir