-6.8 C
Selfoss

Framkvæmdastjóri FIDE heimsótti Fischersetur

Vinsælast

Sunnudaginn 5. maí sl. heimsótti Dana Reizniece-Ozola, framkvæmdastjóri FIDE, alþjóða skáksambandsins, Fischerssetur á Selfossi. Dana er frá Lettlandi og varð stórmeistari 2001, hún fór síðar í stjórnmálin og gerðist meðlimur í stjórnmálahreyfingunni Union of Greens and Farmers. Hún varð viðskiptaráðherra Lettlands 2014-2016 og síðar fjármálaráðherra 2016-2019, en sagði skilið við stjórnmálin er hún gerðist framkvæmdastjóri FIDE árið 2021. Hún og hennar föruneyti komu hingað í tilefni að 100 ára afmæli FIDE sem verður 20. júlí nk.

Við skákborðið: Dana Reizniece-Ozola stórmeistari og framkvæmdastjóri FIDE og Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands.
Frá hægri: Guðmundur G. Þórarinsson fyrrum forseti Skáksambands Íslands, Dana Reizniece-Ozola framkvæmdastjóri FIDE og eiginmaður hennar Andris Ozols.

Nýjar fréttir