13.4 C
Selfoss

Nashville Nights tónleikar á Sviðinu og Midgard Base Camp

Vinsælast

Nashville Nights tónleikar á Sviðinu, Selfossi og Midgard Base Camp Hvolsvelli 3. og 4.maí.

Einstök tónlistarupplifun, þar sem fram koma tónlistarfólk og lagahöfundar frá Nashville ásamt sunnlensku söngkonunum og lagahöfundunum Önnu Hansen og Fríðu Hansen í svokölluðum Writers Rounds.

Nashville eða Music city, eins og borgin er kölluð, er einna þekktust fyrir að vera höfuðborg kántrítónlistarinnar. Meirihluti íbúanna þar eru lagahöfundar og söngvarar, sem margir hverjir semja smelli fyrir og með stórstjörnum, og semja lögin sem fara á flug um netheima og samfélagsmiðla.

Á hverjum degi flykkist fólk hvaðanæva að úr heiminum til Nashville til að upplifa ekta Writers rounds“ á stöðum á borð við The Bluebird Cafe, 3rd & Lindsley, The Listening Room og The Local, og nú er röðin komin að Sviðinu á Selfossi.

Writers roundseru tónleikar, þar sem listamennirnir skiptast á að spila lögin sín, ásamt því að veita áhorfendum innsýn í það hvernig lögin urðu til og ferlið sem þarf til að þau nái eyrum fólks um allan heim.  Þetta er fléttað inn í frábæran flutning atvinnusöngvara og lagahöfunda í einstakri tónlistarveislu, í ekta Nashville stíl.

Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá þér fara!

Miðasala á tónleikana fer fram á vefsíðum Sviðsins og Midgard 

Nýjar fréttir