-8.3 C
Selfoss

Hrossin öfluðu 400.000 króna til styrktar Krabbameinsfélagi Árnessýslu

Vinsælast

Síðasta vetrardag, 24. Apríl,  var haldin Hrossaveisla og skemmtikvöld í Hvítahúsinu á Selfossi. Kiwanisklúbburinn Búrfell í samvinnu við Hvítahúsið stóðu að samkomunni. Þessum aðilum er það mikil ánægja að styðja við öflugt starf Krabbameinsfélags Árnessýslu sem er í mikilli uppbyggingu og var allur ágóði af kvöldinu, 400.000, afhentur Krabbameinsfélaginu sl. mánudag.

Á samkomunni komu fram Guðni Ágústsson og Ásmundur Friðriksson sem fóru á kostum. Klara Ósk Sigurðardóttir, söngkona og Gretar Lárusson, trúbador. Öll sem komu að Hrossaveislunni gáfu vinnu sína og eru þeim færðar bestu þakkir. Kiwanisklúbburinn Búrfell og Hvíta húsið þakka öllum sem komu að samkomunni og ekki síst góðum fyrir þátttökuna.

Nýjar fréttir