-6.8 C
Selfoss

Sextíu þátttakendur í skólaskák

Vinsælast

Föstudaginn 19. apríl fór fram Suðurlandsmót grunnskóla í skólaskák í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Þar tóku alls 60 nemendur úr grunnskólum Suðurlands þátt. Suðurlandsmeistararnir, Garðar, Óskar og Sæþór unnu sér inn þátttökurétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri 4. og 5. maí. Skáksstjórar á mótinu voru þeir Róbert Lagerman og Auðbergur Magnússon. Tefldar voru sex umferðir í hverjum flokki og höfðu keppendur 5 mínútna umhugsunarfrest. Efstu menn:

1.-4. bekkur

1. Garðar Jóhannes Elvarsson, Flúðaskóla, 6 v.
2. Loftur Þorsteinsson, Flúðaskóla, 5 v.
3. Fannar Kristinsson, Flúðaskóla, 4 v.

5.-7. bekkur

1. Óskar Vilhelm Birgisson, Barnaskólanum Eyrarbakka og Stokkseyri, 6 v.
2. Helgi Fannar Oddsson, Flúðaskóla, 5 v.
3. Magnús Tryggvi Birgisson, Vallaskóla 5 v.

8.-10. bekkur

1. Sæþór Ingi Sæmundsson, Grunnskóla Vestmannaeyja, 6 v.
2. Unnsteinn Magni Arnarsson, Reykholtsskóla, 4,5 v.
3. Kristinn Guðni Maríasson, Vallaskóla, 4 v.

Efstu 9 menn á Suðurlandi. Ljósmynd: Aðsend.
Efstu menn á Suðurlandi. Ljósmynd: Aðsend.

Nýjar fréttir