-7 C
Selfoss
Home Fréttir Fyrirlestur að Kvoslæk um vormenn íslenska myndmálsins

Fyrirlestur að Kvoslæk um vormenn íslenska myndmálsins

0
Fyrirlestur að Kvoslæk um vormenn íslenska myndmálsins

Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands, flytur fyrirlestur að Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 26. ágúst klukkan 15:00 um vormenn íslenskrar teiknilistar við lok nítjándu aldar og upphaf tuttugstu aldar.

„Við getum kallað þá upphafsmenn íslenska myndmálsins,“ segir Goddur. „Þeir voru flestir sjálfmenntaðir en það sem kallað er sérmenntun í hagnýtri grafíklist kom síðar. Þar var kona í fararbroddi, Ágústa Pétursdóttir Snæland. Fyrirlesturinn mun fjalla um þá sem ruddu brautina en þótt Jón Kristinsson (Jóndi í Lambey í Fljótshlíð) sé mun yngri en þeir teiknarar sem fjallað verður um tengist hann Rafskinnu sem á heldur betur sinn sess í þessu vori íslenska myndmálsins.“

Fyrirlesturinn er öllum opinn og að honum loknum verður kaffi í boði. Kvoslækur er 10 km frá Hvolsvelli þegar ekið er inn Fljótshlíðina. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir menningarstarf að Kvoslæk.