Lokakvöld Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum var haldin í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli föstudagskvöldið 12.apríl.
Á lokakvöldinu var keppt í tölti og skeiði og því nóg af stigum eftir í pottinum. Keppin var æsispennandi fram á síðustu stundu þar sem að það var Árni Björn Pálsson sem stóð uppi sem sigurvegari.
Sleipniskonan Glódís Rún Sigurðardóttir, en hún stóð efst fyrir lokakvöldið sem haldið var, átti gott kvöld og endaði í þriðja sæti í einstaklingskeppninni en hún endaði í 6.sæti í töltinu á hesti sínum Breka frá Austurási með einkunina 8,06 og í 6.sæti í skeiðinu á Vinuáttu frá Árgerði með tímann 5,92 sek.
Liðið Hestvit/Árbakki sigraði liðakeppninni en liðið skipa:
Fredrica Fagerlund
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Glódís Rún Sigurðardóttir
Pierre Sandsten Hoyos
Stigin í einstaklingskeppninni
Árni Björn Pálsson 42 stig
Gústaf Ásgeir Hinriksson 41,75
Glódís Rún Sigurðardóttir 41,5
Jakob Svavar Sigurðsson 41
Hestamannafélagið Sleipnir