Síðastliðinn laugardag myndaði Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson þessa einstaklega flottu mynd af Vepju. Myndin er tekin við Pétursey í Mýrdal.
„Þær [Vepjurnar] voru tvær saman, mjög spakar og tóku þessum forvitna ljósmyndara með mikilli yfirvegun. Ég hafði verið á rúntinum með myndavélina í um hálftíma og var á heimleið og búinn að gefa upp vonina að ég myndi festa nokkuð merkilegt „á filmu“ þennan daginn. Þá dettur allt í einu fyrir mig þetta skemmtilega augnablik sem ég á sennilega aldrei eftir að gleyma. Enda vepjur frekar sjaldséðar og var þetta í fyrsta skiptið sem ég sé fugl af þessari tegund,“ segir Sigurður.