-8.3 C
Selfoss

Óhefðbundnir dagar að baki hjá ML-ingum

Vinsælast

Sælir sunnlendingar

Síðustu dagar við Menntaskólann að Laugarvatni hafa heldur betur verið í óhefðbundnu sniði þar sem haldið var upp á Dagamun og Dollann. Þá fellur allur hefðbundinn skóli niður frá miðvikudegi til föstudags og nemendur fá tækifæri á að fara á ýmis konar námskeið og verklega tíma, svosem zumba, slímgerð, hrútaþukl og margt fleira í boði. Nemar frá HÍ fluttu líka fræðandi fyrirlestur fyrir okkur um kynbundið ofbeldi og svo kom leikarinn hann Jóel með annan fyrirlestur og var aðeins á léttari nótunum. Föstudaginn þann 17. mars var svo haldið upp á Dollann, skemmtilegu þrautakeppnina,  þar sem nemendur voru settir í lið, skipt upp eftir hljómsveitum, og var það liðið ACDC sem hlaut sigurinn með hæstu stigin. Um kvöldið var svo árshátið menntskólans og ball haldið þar sem nemendur og starfsfólk við skólann mættu í allra sínu fínasta pússi með góða skapið. Á árshátíðinni voru ljúffengar þriggja rétta máltíðir bornar fram á borð og var það enginn annar en Vilhem Anton Jónsson sem tók að sér að halda stuði og stemmningu á lofti og vera veislustjóri. Á ballinu var það hljómsveitin Næsland sem sá um taka nokkra takta og skemmta lýðnum sem stóð svo sannarlega undir væntingum.

Nú hefst hefðbundinn skóli á ný í vikunni en það endist ekki lengi því framundar er páskafrí hjá menntskælingum við Laugarvatn sem hefst í næstu viku.

Ég vona innilega að yður munið njóta komandi tíma og gleðilega páska.

Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir, ritnefndarformaður, nemendafélagsins Mímir

Mynd: Nemendafélag ML.

Nýjar fréttir