-6.8 C
Selfoss

Trufflupasta

Vinsælast

Haukur Andri Grímsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.
Takk kærlega fyrir tilnefninguna Jón Lárus og takk fyrir frábæra uppskrift í síðustu viku sem sló rækilega í gegn.
Ferðinni er heitið til Ítalíu en ítölsk matargerð hefur heillað mig síðan ég byrjaði að elda sjálfur. Þessi uppskrift er einföld en klikkar ekki!
Trufflupasta:
1x box íslenskir sveppir
1x box íslenskir kastaníusveppir
500gr ferskt tagliatelle
ca 5stk skallottulaukur
200gr Parmigiano reggiano
4-5stk hvítlauksrif
0,5L Rjómi
1x búnt steinselja
Truffluolía
Byrjað er á að steikja sveppi upp úr smjöri og leyft að malla aðeins. Hvít- og skallottulauk bætt út á og saltað og piprað eftir smekk og leyft að malla í nokkrar mínútur. Því næst er rjómanum bætt út á og leyft að malla. Næst er soðnu Tagliatelle bætt út á ásamt 150gr af rifnum parmigiano og hálfu búnti af steinselju. Truffluolíu helt yfir eftir smekk eða u.þ.b. tvær matskeiðar. Restin af ostinum og steinseljunni nýtt til að skreyta (e. garnish).
Hvítlauksbrauð í ofni ásamt góðu Barolo víni fullkomnar svo máltíðina.
Ég ætla að skora á móður mína Friðborgu Hauksdóttur til þess að leyfa sunnlendingum nær og fjær að njóta hæfileika sinna.

Nýjar fréttir