-7 C
Selfoss

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði

Vinsælast

Þann 20. febrúar síðastliðinn fór aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði fram í húsnæði félagsins að Mánamörk 1 og mættu hátt í 40 manns á fundinn. Hjalti Helgason stjórnaði fundi og Thelma Rós Kristinsdóttir ritaði fundargerð.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ingibjörg Zoëga, formaður félagsins, gerði grein fyrir störfum stjórnar og félagsins og Geir Guðjónsson, gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi félagsins sem kom ljómandi vel út og má sjá í heild sinni á heimasíðu félagsins, blahver.is.

Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði á 31 fulltrúa í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu sem voru kjörnir á fundinum og þá voru 10 fulltrúar kjörnir í kjördæmisráð.

Ingibjörg Zoëga var endurkjörin formaður félagsins og aðrir í stjórn voru kjörin Kristján Á. Gunnarsson, Geir Guðjónsson, Hanna Lovisa Olsen, Lilja Björg Kjartansdóttir, Sighvatur Fannar Nathanaelsson og Jón Aron Sigmundsson kom inn í stað Thelmu Rósar Kristinsdóttur sem gaf ekki áframhaldandi kost á sér. Thelmu var þakkað kærlega fyrir sín störf í þágu félagsins af fundinum. Í varastjórn voru kjörin Elín Engilbertsdóttir, Nína Margrét Pálmadóttir og Birkir Sveinsson. Á stjórnarfundi að aðalfundi loknum var Kristján kosinn varaformaður, Geir kosinn gjaldkeri og Hanna Lovísa kosin til að taka við starfi ritara félagsins af Thelmu.

Í lok fundar flutti Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ávarp og fór hún meðal annars yfir útlendingafrumvarpið sem nú er til umræðu á þingi og önnur málefni sem tengjast Dómsmálaráðuneytinu.

Nýjar fréttir