Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi fer fram Bikarmót eldri flokka í hópfimleikum. Mótið verður haldið í Egilshöllinni og kemur fimleikadeild Selfoss til með að senda 4 lið til keppni á mótinu. Harðasta keppnin verður í 1. flokki, þar sem stúlknalið Selfoss mun keppa um þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga sem fer fram í Svíþjóð í apríl. Keppnin í ár er mjög jöfn en það eru 4 stúlknalið frá fjórum fimleikafélögum að keppast um keppnisrétt á Norðurlandamótinu, en aðeins tvö lið verða valin til að keppa fyrir Íslands hönd. Stúlkurnar okkar hafa lagt mikla vinnu í æfingar og undirbúning síðustu mánuði og nú er komið að því að uppskera. Við stefnum að því að mæta sem allra flest í stúkuna og sýna stelpunum stuðning í þessu stóra verkefni og við hvetjum alla til að fjölmenna. Mótið hefst kl 15:20 og fer sem fyrr segir fram í Egilshöllinni í Grafarvogi. Málum stúkuna vínrauða og hvetjum stúlkurnar okkar – ÁFRAM SELFOSS!
Liðskynning – 1. flokkur Selfoss
Andrea Aradóttir 15 ára „Trúðu að þú getir það og þú ert hálfnuð“
Birta Rós Einarsdóttir 13 ára „Ég hef vald yfir því hvaða viðhorf ég vel mér“
Bóel Birna Kristdórsdóttir 16 ára ,,Aldrei gefast upp“ og „Gerðu þitt besta til að láta draumana þína rætast“
Dagný Katla Karlsdóttir 16 ára „Ef þú feilar, gerðu það fullkomlega“
Elínborg Ben Gunnarsdóttir 16 ára „Yolo“
Elsa Karen Sigmundsdóttir 15 ára „NO ELSA, NO PARTY“ og „Árangur er ekki tilviljun“
Elva Lillian Sverrisdóttir 14 ára „Ég segi ekki frá draumunum mínum, ég framkvæmi þá” og „Þú getur allt sem þú vilt, hafðu bara trú á þér”
Katrín Drífa Magnúsdóttir 15 ára „Ekki treysta óttanum þínum. Hann þekkir ekki styrkinn þinn”
Kristín María Kristjánsdóttir 14 ára „Alltaf gera þitt allra besta og svo aðeins meira“
Magdalena Ósk Einarsdóttir 15 ára „Þetta reddast“
Ragnhildur Elva Hauksdóttir 15 ára „Don‘t wish for it, work for it“
Victoria Ann Vokes 15 ára „Work hard, play hard, dream big and never give up“
Þórunn Ólafsdóttir 16 ára „Það gerir þetta enginn fyrir mig“
Fimleikadeild UMFSelfoss