Kvenfélag Dyrhólahrepps í Mýrdal stendur árlega fyrir myndarlegum kökubasar og leggur ágóðann til einhvers góðs málefnis. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja Björgunarsveitina Víkverja en hún gegnir veigamiklu hlutverki í að tryggja öryggi íbúa og þeirra sem leggja leið sína um sveitarfélagið í vondum veðrum og náttúruvá. Kvenfélag Dyrhólahrepps er öflugt félag og er á sínu 95 starfsári. Félagið tekur að sér minni og stærri samfélagsverkefni auk þess að efla liðsanda og samstöðu kvenna.