-6.6 C
Selfoss

Perlað með Krafti á Hótel Selfossi

Vinsælast

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla Lífið er núna armbönd á Hótel Selfossi í dag, þriðjudaginn 6. febrúar, í samstarfi við Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Fyrr í janúar komu á annað þúsund manns saman í Hörpu og perluðu 3581 armbönd. Þar voru öll fyrri þátttökumet slegin í þessum skemmtilega viðburði, sem er tilvalinn fyrir fjölskyldur og vini til að eiga notalega stund saman og hjálpa um leið Krafti að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Yfirskrift fjáröflunarátaks og vitundarvakningar Krafts í ár er: “Vertu perla – Berðu Lífið er núna armbandið„ og vísar það til þess að með því að bera armbandið sé fólk að sýna ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra stuðning. Eða eins og einn sem segir sögu sína í vitunarvakningunni segir „…að sjá einhvern með armbandið sýnir mikinn stuðning, skilning og samhug.“

Húsið verður opið á milli 16-19 og er öllum velkomið að kíkja við og perla með Krafti.

Nýjar fréttir