Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna austan storms og snjókomu eða slyddu á Suðurlandi og sömuleiðis fyrir austan hvassviðri eða stormi og hríð á Suðausturlandi. Viðvörunin er í gildi frá 20 í kvöld til 4 í nótt.
Á Suðurlandi má búast við snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni og versnandi akstursskylirðum með austan 15-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum með snörpum vindhviðum.
Á Suðausturlandi má einnig búast við snjókomu eða slyddu, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, sums staðar talsverðri ofankomu. Hægari vindur austan Öræfa.