Laugardaginn 16. Desember kl. 11 verður jólahundaganga á Selfossi á vegum Taums, hagsmunafélags hundaeigenda.
Gengið verður af stað klukkan 11 frá Dýraríkinu Austurvegi 56 (ath. breytt heimilisfang!)
Genginn verður stuttur hringur um bæinn og svo endað aftur á upphafsstað. Allir eru velkomnir en rétt er að hafa það í huga að flexitaumar ættu ekki að sjást þegar gengið er í hópi og lóðatíkur eiga ekkert erindi í svona göngu.
Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og piparkökur og í Dýraríkinu verður 15% afslátttur af öllum gæludýravörum fyrir göngugarpa.
Fjölmennum í gönguna! Klæðum okkur eftir veðri og munum eftir pokunum og góða skapinu!
Stjórn Taums