10.6 C
Selfoss

Fjölskyldufjör og jólagetraun í Þorlákshöfn

Vinsælast

Í Þorlákshöfn má finna 13 fallega skreytta jólasveinaglugga. Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og felst getraunin í að giska á heiti jólasveinsins. Í jólasveinagluggunum má líka finna orð sem þátttakendur leggja á minnið eða taka mynd af, raða síðan orðunum í rétta orðaröð og þá birtist fræg jólavísa.

Þjónustuaðilar í bænum skreyttu jólasveinagluggana og eru gluggarnir 13. Á kortinu hér að neðan má sjá hvar má finna jólasveinaglugga eftir númerum en þátttakendur þurfa að finna gluggana og giska á heiti jólasveinsins.

Lausnina má senda á jmh@olfus.is eða fara með á bæjarskrifstofuna fyrir 12. janúar 2024.

Þá er tilvalið að spreyta sig líka í Snjalla jólaratleiknum í Skrúðgarðinum þar sem eru 13 Þollósveinar og spurningar fyrir alla fjölskylduna.

Nýjar fréttir