-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Hleðslustöð fyrir rafbíla á Hvolsvelli

Hleðslustöð fyrir rafbíla á Hvolsvelli

0
Hleðslustöð fyrir rafbíla á Hvolsvelli

Hleðslu­stöð fyrir rafbíla hefur verið sett upp við N1 á Hvolsvelli. Hleðslustöðin er frá Orku náttúrunnari, en Orka náttúrunnar og N1 hafa í sumar í sameiningu reist hlöður fyrir rafbíla meðfram helstu þjóðvegum landsins á afgreiðslustöðvum N1 víðsvegar um land.

Bæði fyrirtækin fengu styrk úr Orkusjóði í lok síðasta árs til að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Tilgangur samstarfssamnings er að skilgreina helstu réttindi og skyldur fyrirtækjanna við að byggja og reka hlöður ON hjá N1. Þetta er rammasamningur þar sem yfir 20 stöðvar N1 í öllum landshlutum koma til álita til uppsetningar á hlöðum.