0 C
Selfoss

Alvöru morgunmatur

Rikard Arnar B. Birgisson er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Mig langar til að byrja á því að þakka Þórarni Smára eða Tóta eins og hann er oftast kallaður fyrir þessa áskorun. Sem þakkarvott ætla ég að tileinka Tóta uppskrift vikunnar.

Eins og margir á Suðurlandinu vita þá er Tóti sannkölluð vél sem byrjar nánast hvern einasta dag á morgunæfingu. Tóti segir oft: „Ef ég mætti ekki á æfingu í morgun, þá var ekki æfing“. Til að fá orku þá þarf Tóti að fá alvöru morgunmat.

Þess vegna er uppskrift vikunnar einfalda útgáfan hans af hafragraut:

Innihaldsefni:

1 bolla af hafrakornum eða fljótandi haframjöli
2 bollar af vatni eða mjólk (eða blanda af báðu)
1/2 teskeið af sjávarsalti
1 teskeið af kanilsykri
1/2 teskeið af ferskum, möluðum engifer
1/4 teskeið af nýmöluðum kardimommum
1/4 teskeið af vanilludropum
2 matskeiðar af hlynsírópi eða agavesírópi
Ávextir og ber til skrauts, t.d. bananar, epli, bláber, jarðarber
Möndlur, valhnetur eða pekanhnetur til skrauts
Smá hörfræ eða chiafræ fyrir auka trefjar

Leiðbeiningar:

Settu hafrakorn eða haframjöl í meðalstóran pott ásamt vatni eða mjólk eða bæði ef þú ert í þannig skapi.

Láttu suðuna koma upp og minnkaðu svo hitann. Bættu salti, kanilsykri, engifer, kardimommum og vanilludropum saman við.

Láttu malla við lágan hita í 10-15 mínútur, hrærðu reglulega til að koma í veg fyrir að það brenni við.

Þegar hafragrauturinn er orðinn þykkur, taktu hann af hitanum og bættu hlynsírópi eða agavesírópi saman við eftir smekk.

Berðu fram hafragrautinn heitan og skreyttu með ávöxtum, berjum, hnetum og fræjum eftir smekk. Hér er fjölbreytileikinn algjör lykill.

Ef þið viljið fá lúxus útgáfuna af hafragraut Tóta, þá megið þið endilega senda honum skilaboð.

Ég vil skora á vin minn og mikinn meistara hann Ragnar Sigurðarson. Ég hef sjaldan séð Ragnar borða mat án þess að hugsa: „Þetta er furðulegt“. Því bíð ég spenntur eftir frumlegri og spennandi uppskrift í næstu viku.

Fleiri myndbönd