-11.5 C
Selfoss

Fróðlegt að fá innsýn í fyrirkomulag útikennslu

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og föruneyti heimsótti Grunnskólann í Hveragerði í gær til að kynna sér útikennslu skólans. Ásmundi og föruneyti, ásamt nemendum 2. bekkjar, var boðið upp á pönnukökur í útistofu skólans, Lundi, og mæltist það vel til. Sjálfur sagði Ásmundur Einar á Facebooksíðu sinni: „Við fengum að fara í útikennslutíma með öðrum bekk Grunnskólans í Hveragerði. Ótrúlega fróðlegt að fá innsýn í fyrirkomulag útikennslu“.

Óhætt er að fullyrða að útikennsla, það að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt fyrir bæði líkama og sál.

Útivist í stundatöflum er í takti við áætlun skólans um heilsueflandi grunnskóla en þar kemur m.a. fram markmið um að flétta heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf. Þá er hvatt til útivistar og hreyfingar í umhverfisstefnu skólans, sem segir einnig að umhverfisfræðsla verði hluti af námi allra bekkja skólans og að nemendur séu meðvitaðir um hvernig hægt er að bæta líf sitt og komandi kynslóða með því að umgangast umhverfi sitt og náttúru af tillitssemi og umhyggju.

Fleiri myndbönd